Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tilboð væntanlegt í Adeyemi
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus mun á næstu dögum leggja fram 45 milljóna evra tilboð í Karim Adeyemi, leikmann Borussia Dortmund í Þýskalandi, en þetta segir ítalski blaðamðurinn Gianluca Di Marzio.

Þýski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur og hefur hann sjálfur gefið í skyn að hann gæti verið á förum frá Dortmund.

Adeyemi er 22 ára gamall öskufljótur sóknarmaður sem byrjaði meðal annars úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

Juventus ætlar að reyna sannfæra Dortmund um að selja hann, en félagið mun á næstu dögum leggja fram 45 milljóna evra tilboð, en tíu milljónir af kaupverðinu eru árangurstengdar.

Samkvæmt Di Marzio hefur Juventus boðið leikmanninum fjögurra ára samning með möguleika á að framlengja um annað ár.

Það hefur verið nóg að gera hjá stjórn Juventus í sumarglugganum, en félagið hefur þegar fengið þá Douglas Luiz, Khephren Thuram, Juan Cabal og Michele Di Gregorio.

Jean-Clair Todibo og Teun Koopmeiners eru einnig nálægt því að ganga í raðir 'gömlu konunnar'.
Athugasemdir
banner
banner
banner