Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 31. ágúst 2021 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex frá Arsenal til Leuven (Staðfest)
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur fengið félagaskipti frá Arsenal til Leuven í Belgíu.

Rúnar Alex var keyptur til Arsenal síðasta haust frá Dijon í Frakklandi og var varamarkvörður fyrsta hálfa tímabilið. Eftir áramót varð hann svo þriðji markvörður í röðinni.

Eftir að Aaron Ramsdale var keyptur í sumar varð ljóst að Rúnar yrði áfram aftarlega í röðinni hjá Arsenal.

Hann vildi fá að spila og er því farinn til Belgíu á láni út yfirstandandi tímabil.

Arsenal óskar Rúnari góðs gengis í Belgíu með nýju félagi.

Rúnar Alex er í landsliðshópi Íslands fyrir komandi landsleiki gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner