Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mið 29. september 2010 09:30
Magnús Már Einarsson
Sumarið gert upp: Jóhann Ólafur Sigurðsson (Selfoss)
,,Stór draumur rættist loks í sumar á Selfossi, Selfoss spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu. Þetta hefur verið langþráður draumur allra sem komið hafa að knattspyrnunni á Selfossi og má því segja að það hafi verið alger forréttindi að vera partur af þeim hóp sem uppfyllti hann.
,,Stór draumur rættist loks í sumar á Selfossi, Selfoss spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu. Þetta hefur verið langþráður draumur allra sem komið hafa að knattspyrnunni á Selfossi og má því segja að það hafi verið alger forréttindi að vera partur af þeim hóp sem uppfyllti hann."
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
,,Annar talaði ensku en hinn alls ekki og skiljanlega skapaði það ýmis vandamál á æfingum og voru ófá skiptin sem Davíð Birgis var ekki par sáttur með vini sína frá Afríku.
,,Annar talaði ensku en hinn alls ekki og skiljanlega skapaði það ýmis vandamál á æfingum og voru ófá skiptin sem Davíð Birgis var ekki par sáttur með vini sína frá Afríku.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Markvörður Selfyssinga, Jóhann Ólafur Sigurðsson, ríður á vaðið með því að koma með pistil í dag.



Stór draumur rættist loks í sumar á Selfossi, Selfoss spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu. Þetta hefur verið langþráður draumur allra sem komið hafa að knattspyrnunni á Selfossi og má því segja að það hafi verið alger forréttindi að vera partur af þeim hóp sem uppfyllti hann. Allt frá því að ljóst varð að þessu markmiði hefði verið náð var stefnan sett á að byggja aðallega á heimamönnum og sjá til hvernig tækist. Í þetta skiptið gekk það ekki eftir en góðir hlutir gerast hægt.

Hápunktar sumarsins eru líklegast tveir frábærir sigurleikir. Sá fyrri var strax í annarri umferð, í Frostaskjólinu gegn KR. Ég hugsa að engum hafi dottið í hug að setja 2 á Lengjunni á þann leik enda varla möguleiki í hugum fólks á að Selfossliðið gæti komið þangað og tekið 3 stig með sér í sveitina. En það gerðist þó og líklega óvæntustu úrslit sumarsins orðin staðreynd, ásamt því að lélegasta vítaspyrna seinni tíma, sem þó skilaði marki, var tekin.

Seinni hápunkturinn er án efa vígsluleikur hins nýja Selfossvallar, sem hafði verið í rúmt eitt og hálft ár í byggingu. Völlurinn er stórglæsilegur og ekki skemmir þessi frábæra stúka fyrir, en hana á hins vegar eftir að fullklára. Gestir okkar voru Keflvíkingar en þess má geta að leikurinn var fyrsti sjónvarpsleikur Selfyssinga frá upphafi. Einhver sviðsskrekkur virtist vera til staðar þar sem við vöknuðum ekki til lífsins fyrr en í seinni hálfleik, 0-2 undir, og náðum að klára leikinn 3-2. Fullkominn leikur til að vígja nýjan völl.

Það er ekki hægt að skrifa pistil um sumarið án þess að minnast á komu tveggja manna á Selfoss, þeirra Jean Stephane Yao-Yao og Bi Herve Guessan, eða Jájá og Neinei eins og sumir misfyndnir menn myndu kalla þá. Þeir eru án efa með steiktustu eintökum sem spilað hafa fyrir Selfoss, og þá eru taldir með menn eins og Agnar Bragi og Andri Freyr. Annar talaði ensku en hinn alls ekki og skiljanlega skapaði það ýmis vandamál á æfingum og voru ófá skiptin sem Davíð Birgis var ekki par sáttur með vini sína frá Afríku. Þetta virtist hins vegar vera gleymt og grafið í lok tímabils og voru þeir orðnir ágætis félagar þar s em gagnkvæm virðing ríkti á milli.

Stuðningsmannasveitin Skjálfti fór á kostum eins og venjulega og voru þeir á flestum stöðum ef ekki alls staðar háværari en stuðningsmenn hins liðsins. Þeim ber að þakka fyrir frábæran stuðning í allt sumar þótt úrslitin hafi oftast ekki verið mjög jákvæð. Það er merki alvöru stuðningsmanna að styðja lið sitt áfram sama hvað gengur á og eru þeir án efa besta stuðningssveit landsins, í blíðu og stríðu.

Að lokum vil ég fyrir hönd liðsins eindregið hvetja Gumma Ben að nýta gáfur og framkomu Einars Ottó í þætti sínum Sunnudagsmessan, það fyrirfinnst enginn sem hefur puttana jafn mikið á púlsinum og Einar.

Fyrir hönd Selfoss,
Jóhann Ólafur Sigurðsson
banner
banner
banner