Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 21. maí 2012 09:30
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Fjölnis fékk sér Cristiano Ronaldo tattú
Mynd: Úr einkasafni
Viðar Ari Jónsson, ungur leikmaður Fjölnis, er mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo leikmanns Real Madrid. Aðdáun Viðars á leikmanninum er það mikil að hann fékk sér á dögunum 10 cm langt tattú á kálfann merkt ,,CR7" til heiðurs leikmanninum.

,,Þetta var bara hugmynd hjá mér og félögunum og það endaði með því að strákarnir pöntuðu tíma og ég lét bara verða af þessu," sagði Viðar Ari við Fótbolta.net en Ronaldo er uppáhalds leikmaður hans í heiminum.

,,Ronaldo er án efa lang besti knattspyrnumaðurinn í dag, ef ekki besti knattspyrnumaður allra tíma að mínu mati. Það var sárt að sjá eftir honum fara frá Manchester United en ég varð einn harðasti Madridingurinn eftir komu hans til Spánar."

Viðar Ari er 18 ára gamall en hann skoraði fyrra mark Fjölnis gegn BÍ/Bolungarvík í fyrstu deildinni í gær. Viðari hefur gengið vel að finna netmöskvana eftir að hann fékk tattúið.

,,Það er gaman að segja frá því að eftir að ég fékk tattúið hafa mörkin raðast inn og ég er búinn að skora tvö í tveimur leikjum og þar af annað með vinstri fæti."

Viðar segist ekki vera hræddur um að hann muni sjá eftir því að hafa fengið sér tattúið eftir einhverja áratugi.

,,Nei nei, Ronaldo er allaveganna í miklu uppáhaldi eins og hefur verið síðastliðin ár. Kannski er eina hættan sú að hann fari í City, ég viðurkenni það að það væri mikil vonbrigði ef hann myndi asnast til þess að gera það. Ég segi nú bara trúa menn ekki ennþá á jesú krist? Hann er búinn að vera dauður í mörg þúsund ár," sagði Viðar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner