Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 22. mars 2013 18:48
Elvar Geir Magnússon
Einkunnagjöf úr Slóvenía - Ísland: Gylfi maður leiksins
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Slóveníu
Tekkland
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýlokið leik Slóveníu og Íslands sem endaði með 2-1 útisigri íslenska liðsins. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf leikmanna.

Hannes Þór Halldórsson - 8
Gat ekkert gert við markinu og bjargaði oft vel í seinni hálfleik. Sjálfstraustið enn í botni hjá Hannesi sem hefur átt frábæra undankeppni.

Birkir Már Sævarsson - 5
Var nokkuð oft í vandræðum.

Sölvi Geir Ottesen - 5
Skortur á leikæfingu virtist hrjá Sölva sem var stundum í basli. Átti dapra hreinsun í marki Slóvena.

Ragnar Sigurðsson - 7
Ragar var öruggur í nánast öllum aðgerðum sínum.

Ari Freyr Skúlason - 6
Átti fínan leik en var minna virkur sóknarlega en áður.

Birkir Bjarnason - 6
Duglegur að vanda en skilaði boltanum ekki nægilega vel frá sér í fyrri hálfleik. Átti að gera betur í lofandi sókn rétt fyrir mark Slóvena.

Gylfi Þór Sigurðsson - 9 (Maður leiksins)
Skoraði tvö. Geislar af sjálfstrausti. Fyrra mark hans var hreint stórfenglegt og eitt fallegasta mark sem íslenskt landslið hefur skorað.

Aron Einar Gunnarsson - 7
Það er mikill munur á íslenska liðinu þegar Aron er með. Á jákvæðan hátt.

Emil Hallfreðsson - 6
Var nokkuð sveiflukenndur í leiknum,

Kolbeinn Sigþórsson - 7
Ógnandi í seinni hálfleiknum og var nálægt því að' skora.

Alfreð Finnbogason - 5
Íslenska liðið var ekki nægilega öflugt í fyrri hálfleik svo einhverjar breytingar þurfti að gera. Alfreð var ekki slakari en hver annar en var fórnað.

Varamenn:

Jóhann Berg Guðmundsson - 7

Eiður Smári Guðjohnsen - 7
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner