Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 11. september 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Ég vildi fá að spila
Leikmaður 20 umferðar - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Andri Fannar fagnar marki sínu gegn Gróttu.
Andri Fannar fagnar marki sínu gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Andri Fannar hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum fyrir Njarðvík í sumar,
Andri Fannar hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum fyrir Njarðvík í sumar,
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leikmaður umferðarinnar í 2. deild er Andri Fannar Freysson hjá Njarðvík. Hann skoraði eitt og lagði upp tvö mörk þegar Njarðvík vann 4-0 útisigur gegn Gróttu sem situr í öðru sæti. Úrslitin vekja athygli enda er Njarðvík að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

„Við mættum allir mjög tilbúnir í leikinn og vorum hrikalega góðir. Við vildum þetta meira, það var miklu meiri barátta í okkur og uppskeran eftir því. Þetta voru gríðarlega mikilvægir punktar," segir Andri Fannar.

Njarðvík er einu stigi fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir en liðið mætir KF á laugardag.

„Það er engin spurning að við tökum næsta leik líka. Okkar vopn, Gísli (Freyr Ragnarsson), kemur með flugi í leikinn en hann er fluttur á Vopnafjörð. Þannig að við verðum fullmannaðir."

Njarðvíkingar hafa verið í ströggli í sumar en náð að stíga vel upp í seinni umferðinni og haldið voninni um að bjarga sér frá falli á lífi.

„Ef við myndum taka stigin saman í seinni umferðinni þá værum við í öðru sæti. Það er búið að ganga vel seinni hlutann. Sjálfstraustið í liðinu er mjög gott og við höfum haldið hreinu í fjórum af síðustu sex leikjum. Vörnin hefur verið að smella og sóknin að stíga upp einnig," segir Andri sem er uppalinn Njarðvíkingur en kom aftur heim á lánssamningi frá Keflavík á miðju sumri.

„Ég vildi fá að spila. Síðustu þrjú ár hef ég lítið spilað. Vegna meiðsla var ég ekki með 2012, síðan spilaði ég helming leikjanna í fyrra og hafði ekki spilað mikið á þessu sumri. Ég var orðinn þyrstur í að spila eitthvað og þetta hefur gengið þokkalega. Ég er mjög ánægður með hvernig ég hef náð að hjálpa liðinu og verð ennþá ánægðari ef við náum að halda okkur í deildinni."

Samningur Andra við Keflavík rennur út eftir tímabilið og veit þessi 22 ára sóknarleikmaður ekki hvar hann verður næsta sumar.

„Ég er lítið farinn að spá í hvað tekur við hjá mér eftir tímabilið. Einbeiting mín núna fer í að hjálpa liðinu að halda sér í deildinni. Eftir tímabilið skoða ég mín mál. Sjáum hvað setur," segir þessi geðþekki Njarðvíkingur að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 19. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 18. umferðar: Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 17. umferðar: Steinþór Már Auðunsson (Dalvík/Reynir)
Leikmaður 16. umferðar: Alvaro Montejo Calleja (Huginn)
Leikmaður 15. umferðar: Almar Daði Jónsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 14. umferðar: Halldór Hilmisson (Grótta)
Leikmaður 13. umferðar: Bjarki Þór Jónasson (Völsungur)
Leikmaður 12. umferðar: Viggó Kristjánsson (Grótta)
Leikmaður 10. umferðar: Jón Gísli Ström (ÍR)
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner