Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 04. desember 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Logi Bergmann spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Logi Bergmann Eiðsson.
Logi Bergmann Eiðsson.
Mynd: Stöð 2
Man Utd vinnur samkvæmt spá Loga.
Man Utd vinnur samkvæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Chelsea hrekkur í gang samkvæmt spáni.
Chelsea hrekkur í gang samkvæmt spáni.
Mynd: Getty Images
Björn Bragi Arnarsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Sjónvarpsmaðurinn vinsæli Logi Bergmann Eiðsson sér um spána að þessu sinni.



Stoke 1 - 1 Manchester City (12:45 á morgun)
Kemur nokkuð á óvart en Stoke er ekkert djók.

Arsenal 3 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Þó að nánast allir séu meiddir hjá Arsenal þá á Sunderland ekki breik. Arsenal myndi vinna þó að allir spiluðu í gifsi.

Manchester United 2 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Þetta er að koma. United hefur lært að halda boltanum. Nú þurfa þeir bara að ákveða hvað þeir ætla að gera við hann. Rooney skorar.

Southampton 2 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
Þrátt fyrir niðurlægingu á heimavelli á móti Liverpool þá mun Southampton hafa þetta. Aston Villa er bara á leiðinni beint niður. Loksins

Swansea 2 - 1 Leicester (15:00 á morgun)
Hér hlýtur tvennt að fara að gerast. Gylfi hlýtur að hrökkva í gang og Vardy að hrökkva úr gír. Það fer að gerast. Held að hann skori samt.

Watford 1 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Who cares? Í alvöru!

WBA 1 - 2 Tottenham (15:00 á morgun)
Tottenham er á góðu skriði. Kane komin í gang og þá fer þetta að gerast hjá þeim.

Chelsea 3 - 0 Bournemouth (17:30 á morgun)
Fyrr eða síðar fer þetta Chelsea lið að spila fótbolta. Ég held að það gerist um helgina.

Newcastle 1 - 2 Liverpool (16:00 á sunnudag)
Efitr niðurlægingu á heimavelli í síðustu viku mun Newcastle standa í Liverpool en það er ekki nóg. Klopp sjálfstraustið er alla að drepa þarna. Sturridge meiðist.

Everton 2 - 2 Crystal Palace (20:00 á mánudag)
Verður samt á undarlegan hátt steindautt jafntefli.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner