Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 11. desember 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Auddi er ekki kominn á van Gaal out vagninn.
Auddi er ekki kominn á van Gaal out vagninn.
Mynd: Getty Images
Auddi vonast eftir þrennu frá Kane.
Auddi vonast eftir þrennu frá Kane.
Mynd: Getty Images
Logi Bergmann Eiðsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Auðunn Blöndal spáir í leikina að þessu sinni en hann stýrir Atvinnumönnnum Okkar sem hefja göngu sína á Stöð 2 klukkan 20:05 á sunnudag. Fyrsti þáttur verður um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson.

„Ég lofa mikilli skemmtun. Við kíktum í golf, go-kart og fórum á fitness æfingu með Kristbjörgu. Þetta verður stemning," sagði Auðunn við Fótbolta.net í dag.



Norwich 1 - 1 Everton (12:45 á morgun)
Ég bið til Guðs að Barkley geri ekkert í þessum leik því ég bekkjaði hann í þessum leik. Ég er kominn með svo sterka miðju.

Crystal Palace 2 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Palace eru ferskir þessa dagana á meðan Southampton hafa verið kaldir.

Manchester City 3 - 0 Swansea (15:00 á morgun)
Ég held að ég hafi verið einn af síðustu fjölmiðlamönnunum sem tók viðtal við Garry Monk meðan hann var stjóri Swansea. Hann er farinn og þetta fer 3-0 fyrir City.

Sunderland 0 - 1 Watford (15:00 á morgun)
Ég er með Ighalo í Fantasy liðinu og hann skorar markið.

West Ham 2 - 2 Stoke (15:00 á morgun)
Eggert Magnússon verður á vellinum.

Bournemouth 0 - 1 Manchester United (17:30 á morgun)
Ég er skíthræddur við þennan leik eins og alla leiki United núna. Ég er samt ekki kominn á Van Gaal out vagninn. United vinnur 1-0 í hundleiðinlegum leik.

Aston Villa 1 - 2 Arsenal (13:30 á sunnudag)
Þetta ætti að vera walkover hjá Arsenal en ég held að þetta verði pínu tæpt.

Liverpool 2 - 0 WBA (16:00 á sunnudag)
Ég óska stuðningsmönnum Liverpool til hamingju með Klopp. Ég væri til í að sjá van Gaal jafnöflugan á hliðarlínunni og Klopp.

Tottenham 3 - 1 Newcastle (16:00 á sunnudag)
Ég er að spá í að vera með Harry Kane sem fyrirliða í Fantasy og ég væri til í 3-1 sigur Tottenham þar sem hann myndi skora þrennu.

Leicester 1 - 2 Chelsea (20:00 á mánudag)
Chelsea vann 2-0 í Meistaradeildinni og eru með góðan mannskap. Maður er alltaf að bíða eftir að þeir detti í gang og þeir vinna góðan útisigur.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner