Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 18. desember 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Skúli spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Jóhann Skúli Jónsson.
Jóhann Skúli Jónsson.
Mynd: Úr einkasafni
Cameron Borthwick-Jackson skorar óvænt sigurmark fyrir Manchester United samkvæmt spá Jóhanns.
Cameron Borthwick-Jackson skorar óvænt sigurmark fyrir Manchester United samkvæmt spá Jóhanns.
Mynd: Getty Images
Aguero skorar en City tapar samkvæmt spánni.
Aguero skorar en City tapar samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Auðunn Blöndal náði einum besta árangri vetrarins þegar hann spáði sex leikjum réttum af tíu í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Í síðustu umferðinni fyrir jól fékk Fótbolti.net lesendur til að senda inn tilnefningar um spámann helgarinnar. Jóhann Skúli Jónsson var dreginn út úr ábendingunm og hann sér um að spá að þessu sinni.



Chelsea 3 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Það er létt yfir mönnum í skólanum eftir að yfirkennarinn var rekinn. Ivanovic skorar með hreiðrinu sínu. Big Sam fær sér samt rauðvín eftir leik. Og osta.

Everton 2 - 2 Leicester (15:00 á morgun)
Spái því að þetta verði skemmtilegasti leikur helgarinnar. Lukaku setur tvö í fyrri hálfleik en það elskar enginn a good comeback jafnmikið og Jamie “chat shit get banged” Vardy þannig hann jafnar á síðustu 10 með tvennu.

Man Utd 1 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Cameron Jerome og out-of-form Wayne Rooney eru ekki að fara að bjóða upp á neina flugeldasýningu. Van Gaal heldur áfram að safna punktum hér og þar og rífa kjaft. Bostwick-Jackson mun að öllum líkindum skora sigurmarkið.

Southampton 1 - 3 Tottenham (15:00 á morgun)
Það er einhvern veginn ekkert að frétta hjá Southampton þessa dagana. Hurrikane er 100% að fara að skora alla vega 1 og Spurs halda áfram að stelast í stig. Það mun samt ekki skipta neinu máli því þeir munu einhvern veginn Spursa yfir sig í janúar og febrúar.

Stoke 0 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Jack Butland tryggir Stoke góðan punkt. Þetta verður leiðinlegasti leikur helgarinnar.

West Brom 0 - 3 Bournemouth (15:00 á morgun)
Ætli allir leikmenn Bournemouth eigi ekki stjörnuleik og þeir valti yfir West Brom. Matt Richie fær hetjuspjald í FIFA fyrir að bjarga kettlingi niður úr tré eftir leik.

Newcastle 2 - 1 Aston Villa (17:30 á morgun)
Það verður púað á Mike Ashley sama hvernig fer, það er fact. Remi whatshisface þarf að bíða lengur eftir þrem punktum.

Watford 0 - 3 Liverpool (13:30 á sunnudag)
Spái því að Liverpool taki þennan leik nokkuð auðveldlega, Stuðningsmenn Liverpool munu síðan í kjölfarið kalla eftir því að Coutinho hljóti Ballon D’or.

Swansea 1 - 1 West Ham (16:00 á sunnudag)
Ég sé fyrir að Angel Rangel verði á einhvern hátt mjög áberandi í leiknum.

Arsenal 4 - 1 Man City (20:00 á mánudag)
Arsenal óvænt clutchar og á sama hátt og stuðningsmenn Liverpool gerðu fyrr um daginn verður kallað eftir því að Coquelin hljóti Ballon D’or, þrátt fyrir að hann hafi ekki tekið þátt í leiknum. Ég hef enga trú á City í þessum leik. Aguero skorar samt.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner