Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. apríl 2016 13:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið ÍA - Svipað og í fyrra
Jón Vilhelm Ákason.
Jón Vilhelm Ákason.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Albert Hafsteinsson.
Albert Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. ÍA er spáð tíunda sætinu í sumar en á Akranesi er byrjunarliðið svipað og í fyrra.


Árni Snær Ólafsson stendur sem fyrr í marki ÍA en reynsluboltinn Páll Gísli Jónsson er honum til halds og trausts.

Skagamenn hafa prófað að spila með þriggja manna vörn í vetur en líklegt er að 4-4-2 verði ofan á í sumar. Í vörninni má þá reikna með að Þórður Þorsteinn Þórðarson og Darren Lough verði í bakvörðunum en hinn ungi Aron Ingi Kristinsson hefur einnig spilað mikið í vinstri bakverði í vetur. Ármann Smári Björnsson verður áfram leiðtoginn í vörninni og líklegt er að Gylfi Veigar Gylfason verði við hlið hans. Arnór Snær Guðmundsson hefur spilað mikið á miðjunni en hann gæti komið inn í hjarta varnarinnar ef nýr miðjumaður kemur á Skagann fyrir mót.

Skagamenn eru í leit að miðjumanni og mesta óvissan er um stöðurnar þar. Arnór Snær hefur spilað aftarlega á miðjunni í vetur og þeir Arnar Már Guðjónsson og Albert Hafsteinsson hafa einnig spilað mikið líkt og í fyrra. Annar þeirra gæti byrjað á kantinum en þeir gætu einnig verið báðir á miðjunni. Jón Vilhelm Ákason byrjar síðan líklega á vinstri kanti. Eggert Kári Karlsson og Ólafur Valur Valdimarsson banka á dyrnar í kantstöðurnar og Hallur Flosason getur spilað bæði á kanti og miðju. Hinn ungi Arnór Sigurðsson hefur einnig spilað á miðjunni í vetur.

Í fremstu víglínu mun Garðar Bergmann Gunnlaugsson draga vagninn eins og undanfarin ár. Martin Hummervoll kom á láni frá Viking á dögunum og hann verður líklega við hlið Garðars. Ásgeir Marteinsson missir líklega af byrjun móts en hann kemur til með að spila í fremstu stöðunum í sumar. Hinn ungi Steinar Þorsteinsson hefur vakið athygli í vetur en hann og Stefán Teitur Þórðarson gætu líka komið við sögu frammi. Annar ungur leikmaður, Tryggvi Hrafn Haraldsson, spilaði einnig undir lok móts í fyrra en hann missir af byrjun tímabils vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner