Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
   þri 14. nóvember 2017 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Þarf ansi margt að breytast á sex mánuðum
Icelandair
Heimir á hliðarlínunni í Katar.
Heimir á hliðarlínunni í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í dag.

„Það er fyrst og fremst bara vonbrigði," sagði Heimir aðspurður að því hvað væri það fyrsta sem færi í gegnum hugann á honum eftir leikinn.

„Það jákvæða er varnarleikurinn í seinni hálfleik, við spiluðum með öðruvísi leikaðferð. Við ætluðum, sama hvernig staðan væri í leiknum, að bakka aftarlega og spila með þrjá miðverði og mér fannst það ganga vel þangað til við fengum á okkur þetta mark. Það var mjög kostulegt þar sem við vorum með þrjá miðverði."

Lestu um leikinn: Katar 1 -  1 Ísland

Heimir var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög óánægðir, ég ætla að vera hreinskilinn með það. Það var ekkert tempó, ekki tempó í sendingum, ekki tempó í hlaupum og ekki hugsun. Þeir voru á undan okkur í allt."

„Við töluðum um í hálfleik að ef við ætlum til Rússlands og spila gegnum bestu leikmönnum í heimi, þá þarf ansi margt að breytast á næstu sex mánuðunum til að við verðum samkeppnishæfir þar."

Ferðin til Katar vekur bæði upp gleði og svekkelsi hjá Heimi.

„Þetta var fyrst og fremst eins og við ætluðum okkur, þetta var að hluta til afslöppunarferð og hristi hópinn saman, það var gaman hjá hópnum og það heppnaðist vel. Við erum auðvitað hundfúlir með úrslitin."

„Þetta var líka möguleiki fyrir leikmenn að stíga upp og sýna hvað þeir geta, þeir fengu núna tvo leiki til þess. Við vildum fá svör og það
er gott að fá svör, þótt þau séu neikvæð. Sumir nýttu tækifærið og aðrir gerðu það ekki, þannig er það bara."


„Nú förum við að undirbúa janúarferð sem verður líka skemmtilegt," sagði hann að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner