Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 02. september 2018 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pellegrini: Þessi byrjun er ekki slæm heldur mjög slæm
West Ham hefur farið mjög illa af stað á tímabilinu og er búið að tapa öllum fjórum deildarleikjum sínum.

Eftir 0-1 tap fyrir Wolves á heimavelli í gær sagði Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri West Ham byrjunina á tímabilinu ekki aðeins slæma heldur mjög slæma.

„Þetta er ekki bara slæm byrjun heldur mjög slæm byrjun. Við getum ekki tapað sex stigum á heimavelli eins og við erum búnir að gera. Að spila á móti Liverpool og Arsenal á útivelli og spila ekkert mjög vel er skiljanlegt en þegar um er að ræða töp í tveimur heimaleikjum þá er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur af stöðunni."

Wolves skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik en Pellegrini var þó ánægðri með spilamennsku West Ham í seinni hálfleik heldur í þeim fyrri.

„Í fyrri hálfleik var ekki hægt að sjá að við værum heimalið að reyna ná í þrjú stig. Í seinni hálfleik bættum við okkur mikið en gerum þessi mistök í lokin sem gerðu það að verkum að við töpuðum leiknum."

West Ham heimsækir í næstu umferð Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans í Everton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner