Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. október 2018 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Svartasti dagur í sögu okkar"
,,Án þeirra hefðu draumar okkar ekki ræst.
,,Án þeirra hefðu draumar okkar ekki ræst.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Leicester eru gríðarlega sorgmæddir eftir tíðindi gærkvöldsins. Þyrla eiganda félagsins brotlenti fyrir utan leikvang félagsins, King Power leikvanginn.

Þyrlan var nýfarin í loftið eftir að leik Leicester og West Ham lauk. Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi félagsins, er vanur því að ferðast með þyrlunni til og frá heimaleikjum en þyrlan lendir á miðjum vellinum.

Sky News segir að fimm hafi verið um borð. Auk Srivaddhanaprabha hafi það verið dóttir hans, ónefndur einstaklingur og tveir þyrluflugmenn.

Fjölmenni hefur lagt leið sína á leikvanginn í dag og lagt við hann blómvendi eða hluti tengda Leicester. „Mikið af þessu fólki hefur verið grátandi þegar það kemur að vellinum," segir hjá BBC.

BBC tók viðtal við nokkra stuðningsmenn Leicester í gærkvöldi. Þeir lýstu deginum sem þeim svartasta í sögu félagsins.

„Þetta er líklega svartasti dagur í sögu félagsins," sagði stuðningsmaður sem hafði komið alla leið frá Bandaríkjunum.

„Þetta er mjög sorglegt, ekki bara fyrir stuðningsmenn félagsins, heldur fyrir allan fótboltaheiminn. Eigendurnir eru hjarta og sál félagsins. Ef ekki væri fyrir þá, þá hefðu draumar okkar ekki ræst," sagði annar stuðningsmaður en innslag BBC má sjá hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner