Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. febrúar 2019 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jói Berg lagði upp sigurmarkið í mögnuðum sigri
Leikmenn Burnley fagna.
Leikmenn Burnley fagna.
Mynd: Getty Images
Pochettino þungur á brún.
Pochettino þungur á brún.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Burnley 2 - 1 Tottenham
1-0 Chris Wood ('57 )
1-1 Harry Kane ('65 )
2-1 Ashley Barnes ('83 )

Jóhann Berg Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og lagði upp sigurmark Burnley gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg hafði aðeins verið inn á vellinum í rúmar fjórar mínútur er hann átti stoðsendinguna á Ashley Barnes.

Eru titilvonir Tottenham úti?
Harry Kane sneri aftur í byrjunarlið Tottenham, en Jóhann Berg byrjaði á bekknum. Báðir hafa þeir verið að glíma við meiðsli.

Fyrri hálfleikurinn á Turf Moor var bragðdaufur en snemma í seinni hálfleiknum kom fyrsta markið og var það Chris Wood sem skoraði að fyrir Burnley. Markið skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu.

Það er ekki oft sem Harry Kane fer inn á fótboltavöllinn án þess að skora og dagurinn í dag var ekki einn af þessum sjaldséðu dögum. Hann jafnaði metin fyrir Tottenham á 65. mínútu eftir sofandahátt í vörn Burnley.

Burnley var hins vegar ekki búið að segja sitt síðasta og skoraði Ashley Barnes eins og áður segir eftir sendingu, mögulega skot, frá íslenska landsliðsmanninum, Jóhanni Berg Guðmundssyni.


Þar við sat og magnaður sigur Burnley staðreynd. Tottenham var meira með boltann og átti fleiri marktilraunir, en að því er ekki spurt í fótbolta.

Burnley fer upp í 13. sætið með þessum sigri. Tottenham hefði getað minnkað forskot Liverpool og Manchester City á toppnum í tvö stig með sigri í dag. Munurinn er áfram fimm stig. Eru titilvonir Tottenham úti?

Klukkan 15:00 hefjast tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner