Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. febrúar 2019 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Sky Sports 
Claude Puel rekinn frá Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Leicester er búið að reka, Claude Puel, stjóra liðsins. Ákvörðunin er tekin í kjölfarið á 1-4 niðurlægandi tapi liðsins gegn Crystal Palace í gær.

Claude Puel var sextán mánuði í starfi hjá Leicester. Liðið er sem stendur átta stigum frá fallsæti í tólfta sæti deildarinnar.

Andrúmsloftið í klefanum er sagt með versta móti. Talið er að það hafi staðið til að láta Puel fara í desember en sterkir sigrar gegn Chelsea og Manchester City hafi haldið Puel í starfi.

Sportsmail telja Brendan Rodgers líklegastan til að taka við af Puel, en hann er þó talinn mjög sáttur við stöðu sína hjá Celtic og þarf enska félagið að sannfæra hann um að taka við.

Mike Stowell og Adam Sadler, þjálfarar hjá félaginu, munu saman taka tímabundið við stjórn liðsins á meðan leitað er að þjálfara til frambúðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner