Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   sun 03. mars 2019 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eddie Howe: Markið þeirra var ljótt
Bournemouth tapaði naumlega gegn Manchester City, 0-1 í gær. Eddie Howe, stjóri Bournemouth, var í viðtali eftir leik spurður út í leikinn og uppleggið sem hann lagði upp með.

„Þetta er erfitt, þú verður að vera samkeppnishæfur, okkar leið var að spila þéttan varnarleik og sýna hörku. Eina sem pirrar mig er markið sem þeir skoruðu sem var ljótt, ólíkt því sem þeir eru vanir. Mikil óheppni," sagði Howe.

„Það var ekki planið að láta þá vera með boltann en þeir héldu honum vel. Við biðum eftir mistökum til þess að geta sótt á þá en þeir gerðu engin slík."

„Nathan Ake spilaði mjög vel með þá ungu Jack Simpson og Chris Mepham hliðin á sér. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið."
Athugasemdir
banner