Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. mars 2019 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deeney: Moss dæmdi ekki þó það var brotið 400 sinnum á mér
Mynd: Getty Images
Watford vann í dag 2-1 sigur á Leicester. Troy Deeney og Andre Gray skoruðu mörk Watford. Markið hans Gray kom í uppbótartíma eftir sendingu frá Deeney. Deeney var spurður út í leikinn og restina af tímabilinu í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Miðað við hvað Leicester hélt boltanum vel þá áttu þeir eitthvað skilið, en við fengum fleiri færi, sérstaklga í fyrri hálfleik. Við erum hættulegir fram á við og alltaf líklegir til að skora," sagði Deeney

„Ég skaut aðeins á Jon Moss dómara af því hann dæmdi aldrei þegar brotið var á mér þó það hafi verið um 400 brot á mér! Það er erfitt að vera dómari og hann var annars fínn, mér er alveg sama svo lengi sem við vinnum"

„Við erum ekki ánægðir með einn sigur og þrjú töp, við viljum enda eins ofarlega og mögulegt er. Fjölmiðlar hafa sagt að Watford muni koðna niður eftir janúar."
Athugasemdir
banner
banner
banner