Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. mars 2019 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Anderson ánægður með lífið hjá West Ham
Felipe Anderson.
Felipe Anderson.
Mynd: Getty Images
Felipe Anderson kom til West Ham síðasta sumar á metfé, félagið keypti hann á 33,5 milljónir punda frá Lazio á Ítalíu.

Anderson hefur átt flott fyrsta tímabil í enska boltanum og er ánægður með lífið hjá West Ham.

„Ég vil bara gera mitt allra besta fyrir félagið og vonandi einn daginn vinn ég titil með West Ham. Ég er mjög ánægður hérna og hef ekki hug á því að fara.“

„Ég vil borga félaginu til baka fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að spila hér fyrir þessa frábæru stuðningsmenn sem tóku frábærlega á móti mér.“

Anderson viðurkennir þrátt fyrir að allt gangi vel núna hafi byrjunin verið mjög erfið.

„Byrjunin á tímabilinu var mjög erfið og ástæðan fyrir því er líklega sú að það voru margir nýjir leikmenn í hópnum, en eftir því sem liðið hefur á tímabilið höfum við bætt spilamennsku okkar og ég trúi ekki öðru en það séu bara bjartir tímar framundan,“ sagði Anderson.
Athugasemdir
banner
banner