Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 30. mars 2019 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðeins Derby hefur fallið fyrr en Huddersfield
Hudderfield féll í dag
Hudderfield féll í dag
Mynd: Getty Images
Hudderfield féll í dag úr ensku Úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Crystal Palace. Liðið getur nú undirbúið sig fyrir átökin í Championship deildinni að ári.

Liðið hefur aðeins náð í fjórtán stig í 32 leikjum, tapað níu af síðustu tíu leikjum og er í séns á að verða eitt versta lið í sögu deildarinnar.

Derby er að flestum talið versta lið í sögu deildarinnar en liðið náði í einungis ellefu stig leiktíðina 2007/08. Sunderland náði í fimmtán stig leiktíðina 2005/06 og Aston Villa náði í sautján stig tímabilið 2015/16.

Huddersfield á enn eftir að spila við Tottenham, Manchester United og Liverpool.






Athugasemdir
banner
banner
banner