Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 05. apríl 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Varar Wan-Bissaka við að fara í stærra lið
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka hefur farið á kostum með Crystal Palace á leiktíðinni. Hann hefur verið orðaður við stærri lið og ekki ólíklegt að hann færi sig um set í sumar.

John Salako, fyrrum leikmaður Crystal Palace, varar Wan-Bissaka við að drífa sig of mikið. Hann eigi margt eftir ólært.

„Hann þarf að öðlast meiri reynslu sem knattspyrnumaður. Það gæti skemmt fyrir honum til framtíðar að drífa sig of mikið í stærra lið," segir Salako.

Wan-Bissaka hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United.

„Það muna væntanlega allir eftir því þegar Zaha fór til United. Hann fór alltof snemma og var langt frá því að vera tilbúinn."

„Það er engin ástæða til þess að drífa sig á þessum tímapunkti. Hann er að spila frábærlega og ég myndi ráðleggja honum að taka að minnsta kosti eitt tímabili í viðbót hér," segir Salako að lokum.
Athugasemdir
banner