Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 02. maí 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka verður hjá Crystal Palace á næsta tímabili
Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka er sagður vera á óskalista Manchester United fyrir sumarið. En hann kveðst ætla að vera áfram hjá Crystal Palace.

Hinn 21 árs gamli Wan-Bissaka kom upp í gegnum akademíuna hjá Crystal Palace og gaf Roy Hodgson honum tækifæri á síðustu leiktíð. Á þessu tímabili er hann búinn að vera frábær fyrir Palace.

Ásamt Manchester United hefur hann líka verið orðaður við Bayern München í Þýskalandi.

Wan-Bissaka er þó samningsbundinn Palace til 2022 og hann hefur lítinn áhuga á því að yfirgefa félagið.

„Ég er leikmaður Crystal Palace. Ég er samningsbundinn þar og ég mun spila þar á næsta tímabili," sagði Wan-Bissaka við Evening Standard Sport.

Sjá einnig:
Wan-Bissaka valinn bestur hjá Palace af leikmönnum og stuðningsmönnum
Athugasemdir