Arsenal hefur staðfest að Henrikh Mkhitaryan muni ekki spila með í úrslitaleiknum geng Chelsea í Evrópudeildinni.
Leikurinn fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan.
Pólitísk spenna er milli Aserbaídsjan og heimalands Mkhitaryan, Armeníu og telur Arsenal að UEFA geti ekki tryggt öryggi leikmannsins.
                
                                    Leikurinn fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan.
Pólitísk spenna er milli Aserbaídsjan og heimalands Mkhitaryan, Armeníu og telur Arsenal að UEFA geti ekki tryggt öryggi leikmannsins.
Mkhitaryan hefur leikið fleiri mínútur í Evrópudeildinni en nokkur annar útileikmaður Arsenal en mun þó ekki ferðast í úrslitaleikinn.
Arsenal segist í yfirlýsingu hafa skoðað alla möguleika á því að Mkhitaryan yrði með í leiknum en eftir að hafa fundað með leikmanninum og fjölskyldu hans sé sameiginleg ákvörðun að hann ferðist ekki með.
„Við höfum skrifað til UEFA og lýst yfir áhyggjum okkar á ástandinu. Það er mjög leiðinlegt að leikmaður missi af stórum úrslitaleik í Evrópukeppni af svona ástæðum," segir í yfirlýsingu Arsenal.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                

