þri 11. júní 2019 09:40
Elvar Geir Magnússon
Þessir stjórar eru á blaði hjá Chelsea
Powerade
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Joachim Andersen (til hægri)
Joachim Andersen (til hægri)
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Oblak, Pogba, Wan-Bissaka, Rose, Sakai, Kruse, De Ligt og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Jan Oblak (26), markvörður Atletico Madrid, vill fara í sumar en Slóveninn vill helst fara til Manchester United. Paris St-Germain hefur einnig áhuga. (ESPN)

Chelsea býst við því að Maurizio Sarri verði ráðinn stjóri Juventus á næstu 48 tímum. Á blaði Chelsea yfir mögulega eftirmenn má finna nöfn Frank Lampard (Derby), Massimiliano Allegri (fyrrum stjóri Juventus), Steve Holland (aðstoðarþjálfari Englands), Erik ten Hag (Ajax), Nuno Espirito Santo (Wolves) og Javi Gracia (Watford). (Express)

Manchester United hefur sagt Real Madrid að miðjumaðurinn Paul Pogba (26) sé ekki til sölu. United hefur neitað að setja verðmiða á franska heimsmeistarann. (AS)

Juventus hefur áhuga á að fá Pogba aftur til sín en ítölsku meistararnir þyrftu að selja allt að fimm leikmenn til að hafa efni á honum. (Mail)

Manchester United ætlar að gera aðra tilraun til að fá enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (21) en Crystal Palace hafnaði fyrsta tilboði. (Evening Standard)

Manchester United gæti endurvakið áhuga sinn á Danny Rose (28), bakverði Tottenham, eftir að hann sagði möguleika á að hann gæti farið frá Spurs í sumar. (Manchester Evening News)

Tottenham hefur áhuga á japanska hægri bakverðinum Hiroki Sakai (29) hjá Marseille. (Sky Sports)

Sampdoria hefur hafnað 43 milljóna punda tilboði frá Arsenal í danska miðvörðinn Joachim Andersen (23) og belgíska miðjumanninn Dennis Praet (25). Ítalska félagið vill fá 49 milljónir punda fyrir leikmennina. (Gazzetta dello Sport)

Liverpool hefur útilokað það að kaupa sóknarmanninn Max Kruse (31) frá Werder Bremen (31). (Liverpool Echo)

Barcelona býr sig undir lokatilraun til að fá miðvörðinn Matthijs de Ligt (19) frá Ajax. Börsungar hafa hafið viðræður við umboðsmann hans, Mino Raiola. (ESPN)

Paris St-Germain telur mjög líklegt að De Ligt komi til félagsins. (Mai)

Spænski miðjumaðurinn Rodri (22) hefur ákveðið að yfirgefa Atletico Madrid en Manchester City og Bayern München hafa áhuga á honum. (AS)

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (22) hjá Ajax hefur áhuga á að fara í ensku úrvalsdeildina og vill fara til Manchester United eða Tottenham í sumar. (TalkSport)

Valencia hefur áhuga á spænska sóknarmanninum Ayoze Perez (25) hjá Newcastle. (Cope)

Chelsea er að endurskoða það hvort félagið eigi að kaupa Mateo Kovacic (25) alfarið frá Real Madrid. (Evening Standard)

Aston Villa, nýliði í ensku úrvalsdeildinni, undirbýr 20 milljóna punda tilboð í enska markvörðinn Jack Butland frá Stoke City. (Sun)

Franski stjórinn Didier Deschamps segir að Ferland Mendy (24) hjá Lyon muni fara til Real Madrid í sumar. (Marca)

Portúgalski hægri bakvörðurinn Nelson Semedo (25) gæti yfirgefið Barcelona í sumar en Atletico Madrid hefur áhuga. Börsungar vilja 45-50 milljónir evra fyrir leikmanninn. (Marca)

Manchester City er að færast nær því að fá Liam Delap (16), sóknarmann Derby, sem er sonur Rory Delap, fyrrum leikmanns Stoke. (Derby Telegraph)

Leeds United vill fá vængmanninn Ryan Kent (22) lánaðan frá Liverpool. Rangers í Glasgow hefur líka áhuga. (Yorkshire Post)

Liverpool hefur samþykkt að vængmaðurinn Sheyi Ojo (21) gangi í raðir Rangers á lánssamningi. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner