Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 25. júlí 2019 11:50
Magnús Már Einarsson
Goal með ítarlega grein um Andra Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, er til umfjöllunar í ítarlegri grein á Goal.com í dag. Andri Lucas byrjaði að spila með yngri flokkum Barcelona þegar faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með liðinu. Hann var síðan á mála hjá Espanyol áður en Real Madrid fékk hann í sínar raðir síðastliðið sumar.

Samkvæmt grein Goal lagði Real Madrid mikið kapp á að fá Andra Lucas en yngri bróðir hans Daniel Tristan kom einnig með til Real Madrid og fór í unglingalið félagsins.

Andri Lucas skoraði 31 mark í 29 leikjum með U17 ára liði Real Madrid á síðasta tímabili en hann skoraði meðal annars sex mörk í 9-1 sigri gegn Escuela Concepcion. Real Madrid vann deildarkeppni sína, tapaði einungis einum leik, og setti markamet.

„Hann átti mjög gott tímabil. Hann hefur bætt sig mikið á þessu ári," sagði Manu Fernandez, þjálfari U17 ára liðs Real Madrid.

„Hann er alhliða leikmaður. Hann vill koma djúpt og fá boltann og styðja við liðsfélaga sína. Hann er líka mjög klókur innan vallar. Hann hefur bætt leikskilning sinn mikið."

Andri Lucas hefur fengið tækifæri með U19 ára liði Real Madrid en hann skoraði meðal annars í sigri á Atletico Madrd. Þjálfari U19 ára liðsins er fyrrum framherjinn Raul sem er goðsögn hjá Real Madrid.

Andri Lucas er 17 ára gamall en hann hefur skorað samtals tólf mörk í 28 leikjum með U19, U18 og U17 ára landsliðum Íslands.

Smelltu hér til að lesa greinina á Goal.com
Athugasemdir
banner
banner