Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. ágúst 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 18. umferðar: Fjórir frá Víkingi Ó.
Ísak Óli er í liði umferðarinnar í síðasta leik sínum fyrir Keflavík í sumar.
Ísak Óli er í liði umferðarinnar í síðasta leik sínum fyrir Keflavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Atli Geir er í liði umferðarinnar.
Atli Geir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Magnús er í liði umferðarinnar.
Birgir Magnús er í liði umferðarinnar.
Mynd: Hulda Margrét
Það eru fjórir Ólafsvíkingar í liði 18. umferðar í Inkasso-deild karla að þessu sinni. Víkingur fór illa með topplið Fjölnis á heimavelli og fór með 4-1 sigur af hólmi.

Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis í leiknum og þá voru varnarmennirnir, Kristófer Reyes og Michael Newberry einnig gríðarlega öflugir. Þjálfari umferðarinnar er að sjálfsögðu Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ó.


Hákon Rafn Valdimarsson er í markinu aðra umferðina í röð en Grótta vann Fram 3-1 þar sem Hákon hafði nóg að gera. Sölvi Björnsson liðsfélagi hans er einnig í liði umferðarinnar, í fyrsta skipti í sumar.

Njarðvík náði í gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni þegar liðið vann Magna á heimavelli 2-1. Atli Geir Gunnarsson kom Njarðvík yfir í leiknum og stóð síðan vaktina í miðverðinum vel. Á miðjunni hjá Njarðvík var Aliu Djalo einnig traustur.

Haukar og Afturelding gerðu 1-1 jafntefli í botnbaráttuslag á Ásvöllum þar sem varnarmaðurinn, Birgir Magnús Birgisson var besti leikmaður vallarsins.

Á Akureyri var toppbaráttuslagur milli Þórs og Leiknis R. sem endaði með 1-1 jafntefli eftir að Þór hafi komist yfir með marki frá Alvaro Montejo. Leiknismenn jöfnuðu hinsvegar metin, manni færri með marki frá Stefáni Árna Geirssyni sem er í liði umferðarinnar í fimmta sinn í sumar.

Að lokum var það Keflavík sem vann nokkuð öruggan 3-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum. Ísak Óli Ólafsson skoraði eitt af mörkum Keflavíkur en þetta var kveðjuleikur hans fyrir félagið en hann er kominn til Danmerkur í atvinnumennsku.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner