Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. júlí 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 10. umferðar - Sex úr Þrótti og Pétur í fjórða sinn
Þróttarar unnu 7-0 sigur á Magna.
Þróttarar unnu 7-0 sigur á Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pétur Theódór Árnason fagnar marki gegn Njarðvík.
Pétur Theódór Árnason fagnar marki gegn Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Harley Willard.
Harley Willard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tíundu umferð Inkasso-deildarinnar lauk um helgina. Þróttur R. skoraði sjö mörk gegn Magna og á sex fulltrúa í liðinu. Þórhallur Siggeirsson er þjálfari umferðarinnar og komast Arnar Darri Pétursson, Sindri Scheving, Daði Bergsson, Jasper Van Der Hayden og Rafael Victor í lið umferðarinnar.



Fjölnir er á toppnum eftir góðan útisigur á Leikni. Rasmus Christiansen stóð upp úr í liði Fjölnis.

Aron Elí Sævarsson fékk draumabyrjun í búningi Þórs er hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Þór vann 3-0 sigur á Fram og átti Jónas Björgvin Sigurbergsson einnig mjög góðan leik.

Grótta heldur áfram að koma á óvart. Grótta er í öðru sæti, tveimur stigum frá Fjölni. Í fjórða sinn í sumar kemst Pétur Theódór Árnason í lið umferðarinnar. Hann er búinn að vera algjörlega frábær og skora níu mörk í 10 deildarleikjum. Hann skoraði tvennu í 3-1 sigri á Njarðvík. Þar var Axel Freyr Harðarson einnig með mark og stoðsendingu.

Víkingur Ólafsvík vann 2-0 sigur á Aftureldingu og þar var Bretinn Harley Willard maður leiksins.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner