Heil umferð fór fram í Inkasso-deild karla í gærkvöldi þegar 12. umferðin fór fram.
Óvæntustu úrslit gærkvöldsins var 3-0 sigur Magna á Keflavík í Keflavík en þetta voru fyrstu stig Magna á útivelli í sumar en liðið situr á botni deildarinnar. Páll Viðar Gíslason þjálfari liðsins er þjálfari umferðarinnar.
Óvæntustu úrslit gærkvöldsins var 3-0 sigur Magna á Keflavík í Keflavík en þetta voru fyrstu stig Magna á útivelli í sumar en liðið situr á botni deildarinnar. Páll Viðar Gíslason þjálfari liðsins er þjálfari umferðarinnar.
Auk þess eru þrír Magnamenn í liði umferðarinnar. Það eru þeir Steinþór Már Auðunsson í markinu og varnarmennirnir, Gauti Gautason og Sveinn Óli Birgisson.
Í vörninni með þeim er Arnar Þór Helgason miðvörður Gróttu sem stóð vaktina vel í 1-0 sigri liðsins á Þrótti í Laugardalnum þar sem flestir voru sammála því að Grótta hafi rænt sigrinum. Hjá Þrótti var Daði Bergsson bestur.
Á miðjunni með Daða eru þeir Aliu Djalo miðjumaður Njarðvíkur og Guðmundur Karl Guðmundsson leikmaður Fjölnis sem skoraði tvívegis og lagði upp eitt í 3-1 sigri á Fram.
Nýr erlendur leikmaður í Ólafsvík, Vidmar Miha var valinn maður leiksins í 2-0 sigri á Haukum á heimavelli og þá skoraði Rick Ten Voorde tvívegis fyrir Þór í 2-1 sigri á Njarðvík.
Að lokum eru þeir Stefán Árni Geirsson og Sævar Atli Magnússon í liði umferðarinnar eftir frammistöðu þeirra í 3-2 sigri Leiknis á Aftureldingu í Breiðholtinu.
Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir