9. umferð Inkasso-deildar karla lauk um helgina en gríðarleg spenna er í deildinni. Fjölnir á fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu eftir að hafa unnið rosalegan sigur gegn Þór í toppslagnum 4-0, öll mörkin komu í seinni hálfleik.
Hinn efnilegi Jóhann Árni Gunnarsson, miðjumaður Fjölnis, var meðal markaskorara og er í úrvalsliðinu. Þar eru einnig miðverðirnir Rasmus Christiansen og Bergsveinn Ólafsson. Þá er Ásmundur Arnarsson þjálfari umferðarinnar.
Hinn efnilegi Jóhann Árni Gunnarsson, miðjumaður Fjölnis, var meðal markaskorara og er í úrvalsliðinu. Þar eru einnig miðverðirnir Rasmus Christiansen og Bergsveinn Ólafsson. Þá er Ásmundur Arnarsson þjálfari umferðarinnar.
Aron Elí Gíslason, markvörður Magna, er í liðinu eftir markalaust jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á Grenivík.
Haukar rúlluðu yfir Njarðvík þar sem Fareed Sadat var meðal markaskorara og var valinn maður leiksins. Bakvörðurinn Aron Elí Sævarsson er einnig í liðinu.
Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við þjálfun Leiknis eftir að Stefán Gíslason fékk óvænt starf í Belgíu. Sigurður stýrði Leikni til 3-1 útisigurs gegn Keflavík þar sem Vuk Oskar Dimitrijevic og Sólon Breki Leifsson skoruðu og eru þeir í úrvalsliðinu.
Fram og Þróttur áttust við í Safamýri og þar unnu Framarar flottan 2-1 sigur, tíu gegn ellefu. Már Ægisson var maður leiksins en hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu.
Pétur Theódór Árnason skoraði tvívegis fyrir Gróttu í 3-0 útisigri gegn Aftureldingu. Hann er í úrvalsliðinu, líkt og liðsfélagi hans Kristófer Orri Pétursson.
Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir