Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 10:30
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #2
Davíð Örn Atlason er orðaður við KR.
Davíð Örn Atlason er orðaður við KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni Hlö gæti fylgt Heimi Guðjóns á Hlíðarenda.
Binni Hlö gæti fylgt Heimi Guðjóns á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson er líklega á leið í Víking.
Helgi Guðjónsson er líklega á leið í Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson tekur við ÍBV.
Helgi Sigurðsson tekur við ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Jóns er orðaður við Víking Ólafsvík.
Siggi Jóns er orðaður við Víking Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Ein umferð er eftir í Pepsi Max-deild karla en öðrum deildum er lokið. Mikið af kjaftasögum eru í gangi, bæði hvað varðar þjálfara og leikmenn.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Slúðurpakki #1 (23. september)



KR: Íslandsmeistararnir eru líklega að fá hægri bakvörðinn Davíð Örn Atlason frá Víkingi. Davíð er með klásúlu í samningi sínum um að hann geti rift samningnum í vikunni. KR er líka á eftir Tryggva Hrafni Haraldssyni framherja ÍA.

Breiðablik: Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við Breiðabliki. Óskar er í fríi erlendis í augnablikinu og því er ekki búið að skrifa undir samninginn ennþá.

FH: Ólafur Kristjánsson heldur líklega áfram sem þjálfari FH þó að Ólafur Jóhannesson hafi einnig verið orðaður við sitt gamla félag eftir að ljóst var að hann verður ekki áfram með Val. Bakvörðurinn Cedric D'Ulivo vill fara annað en hann er að verða samningslaus.

Stjarnan: Haraldur Björnsson er við það að gera nýjan samning við Stjörnuna en vangaveltur hafa verið í gangi um framtíð hans. Líklegt er að talsverðar breytingar verði á leikmannahópi Stjörnunnar sem og í þjálfarateyminu en Rúnar Páll Sigmundsson heldur þó áfram sem aðalþjálfari. Guðmundur Steinn Hafsteinsson gæti verið á förum.

KA: Hallgrímur Mar Steingrímsson fer til Hollands í vetur þar sem kærasta hans er í námi. Hallgrímur ætlar að spila í neðri deildunum í Hollandi en KA-menn reikna síðan með honum í baráttunni í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Akureyringar vilja halda varnarmanninum Torfa Tímoteus Gunnarssyni sem var á láni frá Fjölni í sumar. Þá er Bjarki Þór Viðarsson, hægri bakvörður Þórs, orðaður við endurkomu í KA.

Valur: Heimir Guðjónsson tekur við Val í vikunni og fyrsta nafn sem er nefnt í starf aðstoðarþjálfara er Ólafur Páll Snorrason, fyrrum þjálfari Fjölnis. Ólafur Páll lék lengi undir stjórn Heimis hjá FH. Sigurður Egill Lárusson verður áfram hjá Val en á dögunum var tvísýnt hvort hann myndi gera nýjan samning eða ekki. Brynjar Hlöðversson gæti fylgt Heimi Guðjónssyni frá HB á Hlíðarenda. Emil Lyng er á förum frá Val en félagið hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hans. Kaj Leó í Bartalsstovu gæti einnig verið á förum sem og framherjinn Kristinn Ingi Halldórsson. Jóhann Hreiðarsson og Matthías Guðmundsson, þjálfarar 2. flokks Vals, eru með tvö tilboð frá meistaraflokkum í neðri deildum.

Víkingur R: Bikarmeistararnir ætla að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil. Sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson er að koma frá Fram en hann var valinn efnilegastur í Inkasso-deildinni í sumar þar sem hann skoraði fimmtán mörk með Fram. Víkingar vilja líka fá Tryggva Hrafn Haraldsson framherja ÍA og Cedric D'Ulivo bakvörð FH.

Fylkir: Í Árbænum stendur þjálfaraleit ennþá yfir. Ágúst Gylfason er orðaður við stöðuna og Ólafur Ingi Skúlason yrði þá aðstoðarþjálfari við hans hlið.

HK: Kristinn Steindórsson, leikmaður er á óskalista HK en hann er líklega á förum frá FH.

ÍA: Skagamenn eru í leit að liðsstyrk. Stefán Alexander Ljubicic, framherji Grindvíkinga, er orðaður við félagið. Albert Hafsteinsson gæti farið frá ÍA en hann var ekki í eins stóru hlutverki í sumar og hann hefði viljað. Varnarmaðurinn Lars Johansson gæti einnig verið á förum.

Fjölnir: Í Grafarvogi er leitað að framherja þar sem Albert Brynjar Ingason er líklega á förum. Þórir Guðjónsson, framherji Breiðabliks, hefur verið orðaður við endurkomu í Grafarvoginn og Kristinn Ingi Halldórsson, framherji Vals, hefur einnig verið orðaður við Fjölni.

Grótta: Óskar Hrafn Þorvaldsson er á leið í Breiðablik. Halldór Árnason, aðstoðarmaður hans, gæti tekið við Gróttu eða fylgt Óskari yfir til Breiðabliks.

Pepsi Max-deild kvenna:

Stjarnan: Í Garðabænum er áhugi á Sigríði Láru Garðarsdóttur en hún er líklega á förum frá ÍBV.

Inkasso-deild karla:

ÍBV: Helgi Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Fylkis, er að taka við ÍBV. Portúgalski vinstri bakvörðurinn Diogo Coelho fer frá ÍBV en vill spila áfram á Íslandi.

Víkingur Ólafsvík: Ólsarar eru í þjálfaraleit. Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari ÍA, er orðaður við stöðuna. Elinbergur Sveinsson, sem hefur stýrt 2. flokki ÍA með Sigurði, er einnig orðaður við Ólafsvíkinga en hann lék á árum áður í vörn liðsins.

Fram: Fram er að reyna að fá Alexander Má Þorláksson framherja KF en hann skoraði 28 mörk í 3. deildinni í sumar. Alexander, sem hefur áður spilað með Fram, á að fylla skarð Helga Guðjónssonar hjá félaginu.

Þór: Þjálfaramálin eru ennþá til skoðunar í þorpinu.
Páll Viðar Gíslason er orðaður við sitt gamla félag. Þórsarar eru sagðir hafa áhuga á að fá miðjumanninn Ólaf Aron Pétursson frá KA en hann var á láni hjá Magna síðari hlutann á síðasta tímabili. Loftur Páll Eiríksson og Sigurður Marinó Kristjánsson gætu verið á förum.

Vestri: Nýliðarnir vilja fá varnarmanninn Bjarna Ólaf Eiríksson en hann er líklega á förum frá Val. Vestri er einnig í leit að aðstoðarþjálfara til að starfa með Bjarna Jóhannssyni.

Leiknir F.: Bjarni Ólafur gæti farið út a land og er einnig orðaður við nýliðana á Fáskrúðsfirði.

2. deild karla:

Haukar: Þjálfaraleit er í gangi í Hafnarfirði. Nafn Ejub Purisevic hefur verið nefnt þar. Arnar Aðalgeirsson gæti verið á förum.

Víðir Garði: Spænski framherjinn Diego Moreno Minguez gæti verið á leið í Garðinn en hann skoraði 25 mörk með Kormáki/Hvöt í 4. deildinni í sumar.

Kári: Miðjumaðurinn Páll Sindri Einarsson gæti verið á leið í Kára á nýjan leik frá Vestra.

Kórdrengir: Kórdrengir vilja fá Bjarna Ólaf Eiríksson í sínar raðir frá Val.
Athugasemdir
banner