Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 12:41
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa og Man Utd að ná saman um Rashford
Aston Villa er á eftir Rashford
Aston Villa er á eftir Rashford
Mynd: EPA
Sagan endalausa um Marcus Rashford gæti verið að taka enda en Aston Villa er í viðræðum við Manchester United um að fá hann á láni út tímabilið. Hinn afar áreiðanlegi David Ornstein segir frá þessu í dag.

Englendingurinn hefur ekkert komið við sögu hjá United síðasta mánuðinn.

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, hefur sagt að Rashford þurfi að breytast til þess að hann geti átt möguleika til að vinna aftur sæti sitt í liðinu.

Ekki er langt síðan Rashford tjáði sig um framtíðina þar sem hann sagðist til í að taka takast á við nýjar áskoranir.

Rashford, sem er 27 ára gamall, hefur verið orðaður við Barcelona, Borussia Dortmund og félög í Sádi-Arabíu, en nú er útlit fyrir að hann sé á leið til Aston Villa.

Villa seldi kólumbíska framherjann Jhon Duran til Al-Nassr á dögunum og er því í leit að mann í hans stað. Rashford er þar efstur á blaði og hafa viðræður átt sér stað.

Samkvæmt Ornstein er Villa að nálgast samkomulag við Man Utd um að fá Rashford á láni og mun greiða stærstan hluta launanna. Þá er möguleiki á það verði kaupákvæði í lánssamningnum.

Aston Villa komst á dögunum í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og er þá í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner