Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
   lau 01. febrúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hausinn á honum gæti þegar verið kominn á Old Trafford"
Mynd: EPA
Patrick Dorgu, vinstri bakvörður Lecce, er á leið til Manchester United en Marco Giampaolo, stjóri ítalska félagsins, staðfesti það í gær.

Lecce vann Parma 3-1 í fallbaráttuslag þar sem Þórir Jóhann Helgason lagði m.a. upp mark.

Það vakti athygli að Dorgu var á bekknum og kom ekkert við sögu. Giampaolo var með skýringu á því.

„Það er satt, Patrick Dorgu mun fljúga til Manchester (í dag). Hann er frábær leikmaður og manneskja. Hann gerði alltaf sitt besta fyrir okkur. Ég spilaði honum ekki í kvöld þar sem hausinn á honum gæti þegar verið kominn á Old Trafford," sagði Giampaolo.
Athugasemdir
banner
banner
banner