Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 01. apríl 2022 21:27
Victor Pálsson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik meistari í áttunda sinn
Breiðablik fagnar sigrinum í kvöld.
Breiðablik fagnar sigrinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2022.
Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 1 - 2 Breiðablik
0-1 Hildur Antonsdóttir('8)
1-1 Jasmín Erla Ingadóttir('17)
1-2 Taylor Marie Ziemer('21)


Breiðablik er Lengjubikarmeistari kvenna árið 2022 eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik mótsins í Garðabæ í kvöld.

Leikið var á Samsung-vellinum í Garðabæ en það voru Blikar sem höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu.

Blikar tóku forystuna í kvöld eftir átta mínútur en Hildur Antonsdóttir skoraði þá mark fyrir þær grænklæddu eftir hornspyrnu.

Tæplega tíu mínútum síðar hafði Stjarnan jafnað metin en Jasmín Erla Ingadóttir sá um að skora fyrir heimaliðið og staðan 1-1 eftir 18 mínútur.

Taylor Marie Ziemer sá svo um að skora sigurmark Breiðabliks aðeins fjórum mínútum síðar en hún nýtti sér þá vandræðagang í vörn Stjörnunnar og staðan orðin 2-1.

Það var síðasta mark leiksins og kom eftir 21. mínútu og er Breiðablik meistari þetta árið.

Þetta er í fyrsta sinn sem Lengjubikar kvenna er kláraður síðan 2019 vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Breiðablik var að vinna mótið í áttunda sinn en liðið vann einnig árið 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner