Markvörðurinn Guy Smit er samningslaus eftir að hafa leikið með Leikni R., Val, ÍBV, KR og Vestra hér á landi. Hann varð bikarmeistari með Vestra í fyrra.
Hann hefur verið í sambandi við ýmis félög og var meðal annars í viðræðum við Stabæk í Noregi sem gengu ekki upp.
Smit er sem stendur að ræða við tvö félög, Hödd sem leikur í næstefstu deild í Noregi og Njarðvík í Lengjudeildinni.
Smit er þrítugur og var á mála hjá NEC Nijmegen og Eindhoven í Hollandi áður en hann flutti til Íslands fyrir sex árum síðan.
Athugasemdir



