Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 24. janúar 2026 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund skoraði þrjú í Berlín
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Union Berlin 0 - 3 Borussia D.
0-1 Emre Can ('10 , víti)
0-2 Nico Schlotterbeck ('53 )
0-3 Maximilian Beier ('84 )

Borussia Dortmund heimsótti Union Berlin í lokaleik dagsins í þýska boltanum og tóku gestirnir frá Dortmund forystuna snemma leiks þegar Emre Can skoraði af vítapunktinum.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem heimamenn í Berlín voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en Dortmund skapaði meiri hættu í þeim síðari.

Gestirnir nýttu færin sín til hins ítrasta og tvöfaldaði Nico Schlotterbeck forystuna í upphafi síðari hálfleiks áður en Maximilian Beier innsiglaði sigurinn á lokakaflanum.

Lokatölur urðu því 0-3 og er Dortmund átta stigum á eftir toppliði FC Bayern sem tapaði afar óvænt á heimavelli fyrr í dag.

Dortmund situr í öðru sæti deildarinnar, með sex stiga forystu á Hoffenheim sem á leik til góða á morgun.

Union Berlin er um miðja deild með 24 stig eftir 19 umferðir.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 19 16 2 1 72 16 +56 50
2 Dortmund 19 12 6 1 38 17 +21 42
3 Hoffenheim 18 11 3 4 38 22 +16 36
4 RB Leipzig 18 11 2 5 36 24 +12 35
5 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
6 Leverkusen 18 10 2 6 35 25 +10 32
7 Eintracht Frankfurt 19 7 6 6 39 42 -3 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 19 6 6 7 24 30 -6 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 19 5 4 10 28 41 -13 19
13 Augsburg 19 5 4 10 22 36 -14 19
14 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
15 Werder 18 4 6 8 21 35 -14 18
16 Mainz 19 3 6 10 21 32 -11 15
17 St. Pauli 18 3 4 11 16 31 -15 13
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner