Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans og voru tólf mörk skoruð í fjörugum viðureignum.
Það var mikil spenna í Sevilla þar sem heimamenn tóku á móti Athletic Bilbao, en bæði lið hafa verið að spila undir getu á tímabilinu og eru í neðri hluta deildarinnar.
Sevilla hafði betur í viðureign liðanna eftir jafnan slag þar sem Akor Adams gerði gæfumuninn með marki úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Sevilla fer upp að hlið Athletic á stöðutöflunni með þessum sigri, þar sem bæði lið eiga 24 stig eftir 21 umferð.
Fallbaráttulið Valencia hafði þá betur gegn spútnik liði Espanyol í afar spennandi leik. Hugo Duro skoraði eina markið í nokkuð tíðindalitlum fyrri hálfleik og tókst gestunum að jafna leikinn í tvígang áður en sigurmarkið leit dagsins ljós í uppbótartíma.
Largie Ramazani, fyrrum leikmaður Leeds United, skoraði úr vítaspyrnu á 94. mínútu svo lokatölur urðu 3-2. Þetta er annar sigurinn í röð hjá Valencia í deildinni og eru lærlingar Carlos Corberán komnir fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Espanyol er aftur á móti án sigurs í síðustu fjórum leikjum og er í evrópudeildarsæti með 34 stig eftir 21 umferð.
Að lokum vann Osasuna dramatískan sigur á útivelli gegn Rayo Vallecano þar sem staðan var jöfn allt þar til í uppbótartíma.
Osasuna er þremur stigum fyrir ofan Rayo um miðja deild.
Sevilla 2 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Robert Navarro ('40 )
1-1 Peque Fernandez ('42 )
2-1 Akor Adams ('56 , víti)
Valencia 3 - 2 Espanyol
1-0 Hugo Duro ('15 )
1-1 Ramon Terrats ('54 )
2-1 Eray Comert ('59 )
2-2 Jose Copete ('79 , sjálfsmark)
3-2 Largie Ramazani ('94 , víti)
Rayo Vallecano 1 - 3 Osasuna
0-1 Ante Budimir ('29 )
1-1 Pathe Ciss ('59 )
1-2 Jozhua Vertrouwd ('91, sjálfsmark)
1-3 Asier Osambela ('94)
Athugasemdir



