Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. júní 2020 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Liverpool senda öflug skilaboð
Mynd: Getty Images
Leikmenn Liverpool fóru niður á hné á æfingu í dag til að minnast George Floyd, sem var myrtur af lögreglumanni í Bandaríkjunum á dögunum. Málið hefur vakið óhug um allan heim og mikið hefur verið mótmælt í Bandaríkjunum í kjölfar þess.

Mynd var tekin af þessu og hafa leikmenn Liverpool deilt myndinni á samfélagsmiðlum. Skrifar þeir við hana: „Unity is strength. #BlackLivesMatter"

Minnast þeir þar með á það hvað samstaða skiptir miklu máli.

Morðið á Floyd, sem var óvopnaður svartur maður, hefur vakið mikla reiði út um allan heim. Lögreglumaðurinn Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morðið. Þetta er enn eitt dæmið í Bandaríkjunum um að lögregla drepur óvopnaðan svartan karlmann.

Fótboltamenn í Þýskalandi, þar á meðal Jadon Sancho minntust Floyd um helgina.

Hér að neðan má sjá myndina sem var tekin á æfingu Liverpool á Anfield í dag.

Sjá einnig:
Birtingarmynd djúpstæðs kynþáttamisréttis (RÚV)


Athugasemdir
banner
banner