Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Grindavíkur sem leikur í Lengjudeildinni.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 2 Keflavík
Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is en hann segir að gengi liðsins sé ekki ástæða þess. Liðið er með fjögur stig eftir fimm leiki en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Keflavík í gær og var hann rekinn strax í kjölfarið.
„Kom á óvart, útskýring var ekki fá stig eða þjálfunin eða undirbúningur eða æfingar. Útskýringin var samskipti við annan flokkinn,“ sagði Brynjar í samtali við 433.is.
Ástæðuna segir hann vera að ungur leikmaður liðsins sem er sonur manns sem er háttsettur hjá félaginu hafi ekki verið í hóp um síðustu helgi.
„Það var ekki spilatími þess drengs. Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi, þar sem 19 leikmenn voru í hóp. Við erum með meiddan leikmann og taka ákvörðun hverjir spila og eru á bekk, það tekur smá tíma og orku. Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta 19 manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn af þessu hjá mér,“ segir Brynjar.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|