Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Formaður Grindavíkur segir aðra ástæðu fyrir uppsögninni
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn frá Grindavík eftir jafntefli við Keflavík í gær.
Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn frá Grindavík eftir jafntefli við Keflavík í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fagnar marki í sumar.
Grindavík fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þau tíðindi bárust í morgun að Brynjar Björn Gunnarsson hefði verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Grindavíkur, sem leikur í Lengjudeildinni. Brynjar Björn sagði við 433.is að aðdragandinn að brottrekstrinum hafi tengst máli varðandi ungan leikmann sem er sonur háttsetts manns innan félagsins.

Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, ræddi við Fótbolta.net í dag og segir hann Brynjar ekki fara með rétt mál þar. Hann segir stærstu ástæðu uppsagnarinnar vera árangur liðsins í sumar.

„Ástæða uppsagnarinnar var bara staðan í deildinni," segir Haukur.

„Við erum með geggjaða leikmenn og viljum sjá meiri árangur. Það var líka samskiptaleysi meistaraflokks karla niður í 2. flokk. Það er ekki neinn einn leikmaður sem er að kvarta. Þetta er margþætt ákvörðun en stærsta ástæðan er bara staðan í deildinni. Fólk getur bara flett því upp hvar Grindavík er í deildinni."

Eftir jafntefli gegn Keflavík í gærkvöldi eru Grindvíkingar í ellefta og næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki. Liðið hefur ekki enn unnið leik en fjórir leikir liðsins hafa endað með jafntefli.

Það sem Brynjar Björn sagði
Brynjar Björn ræddi við 433 í morgun þar sem hann talaði um uppsögnina frá sínu sjónarhorni.

„Kom á óvart, útskýring var ekki fá stig eða þjálfunin eða undirbúningur eða æfingar. Útskýringin var samskipti við annan flokkinn," sagði Brynjar og bætti við:

„Það var ekki spilatími þess drengs. Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi, þar sem 19 leikmenn voru í hóp. Við erum með meiddan leikmann og taka ákvörðun hverjir spila og eru á bekk, það tekur smá tíma og orku. Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarás að gleymdist að láta 19 manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn af þessu hjá mér."

Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net áðan að Óli Stefán Flóventsson væri efstur á lista Grindavíkur í þjálfaraleitinni.
Útvarpsþátturinn - Sérfræðingurinn Sævar Atli og fjármálaskýrsla
Athugasemdir
banner