Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 15:26
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tekur Óli Stefán við Grindavík?
Lengjudeildin
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Eysteinn Húni Hauksson.
Eysteinn Húni Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var því velt fyrir sér hver myndi taka við þjálfun Grindavíkur í ljósi þess að Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn.

Þættinum barst bréf þess efnis að Óli Stefán Flóventsson væri talinn líklegastur sem næsti þjálfari. Óli Stefán var þjálfari Grindavíkur 2016-2018. Hann tók síðan við KA og þjálfaði Sindra en hætti hjá félaginu eftir síðasta tímabil.

Rætt var um Orra Frey Hjaltalín sem var aðstoðarmaður Brynjars en samkvæmt heimildum Fótbolta.net var hann einnig látinn fara frá félaginu svo ólíklegt er að hann taki við.

Þá var Eysteinn Húni Hauksson fyrrum leikmaður Grindavíkur og Ólafur Jóhannesson fyrrum landsliðsþjálfari einnig nefndir.

Brynjar Björn sagði við 433.is að aðdragandinn að brottrekstrinum hafi tengst ákvörðun varðandi ungan leikmann sem er sonur háttsets manns innan félagsins. Um er að ræða Lárus Orra Ólafsson (2006) en hann var í liðsstjórn Grindavíkur gegn Gróttu í 4. umferð. Lárus er sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er meðstjórnandi í stjórn Grindavíkur.

Grindavík er í ellefta sæti Lengjudeildarinnar en liðið hefur gert fjögur jafntefli og tapað einum leik í fyrstu fimm umferðunum.

Útvarpsþátturinn - Sérfræðingurinn Sævar Atli og fjármálaskýrsla
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner