Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. september 2021 06:00
Victor Pálsson
Pastore farinn frá Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Javier Pastore hefur yfirgefið lið Roma á Ítalíu en samningi hans við félagið var rift.

Þetta staðfesti Roma á heimasíðu sinni í gær en hann hefur undanfarið þrjú ár spilað með Roma.

Argentínumaðurinn var ekki fyrsti maður á blað í fyrra og spilaði aðeins fimm leiki í öllum keppnum.

Jose Mourinho er í dag stjóri Roma og hafði hann ekki áhuga á að nota þennan 32 ára gamla leikmann.

Pastore lék lengst með Paris Saint-Germain á ferlinum eða frá 2011 til 2018. Hann á að baki 29 landsleiki fyrir Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner