Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann harmaði hegðun sína en samtökin Öfgar gefa þó ekki mikið fyrir þessi orð hans.
Yfirlýsing Kolbeins kom í kjölfarið af umfjöllun um hann síðustu daga þar sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram á föstudag og sagði frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmann á skemmtistaðnum B5 árið 2017.
Umræddur landsliðsmaður er Kolbeinn. Þórhildur steig fram eftir að KSÍ neitaði því að ábendingar eða tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi hefði borist á borð sambandsins.
Kolbeinn sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem hefur vakið mikil viðbrögð en samtökin Öfgar gefa ekki mikið fyrir hana. Þar kemur fram að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt Þórhildi og vinkonu hennar og neitaði sök en sagði samt hegðun sína ekki til fyrirmyndar.
Margir furða sig á þessari yfirlýsingu á Twitter.
Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Kolbeini: Ég harma mína hegðun og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi
Ætli VilliVill hafi hjálpað honum með þetta slaka PR statement alveg eins og hann hjálpaði honum með NDA samninginn? @KSigthorsson @VHV004https://t.co/7mBujhDTyB
— Öfgar (@ofgarofgar) September 1, 2021
Ég gerði en samt ekki… eru meintir gerendur allir með sömu PR manneskjuna?
— Ólöf Tara (@OlofTara) September 1, 2021
Hvaða froða er þetta?
Ég á engin orð. https://t.co/MS5TPHb0J5
Nei Kolbeinn. Við sögðum axla ábyrgð ekki koma með eh bull sem engin trúir og meikar engann sens. Reyndu aftur allt er þegar 3 er. https://t.co/q0sEc4O9SL
— Helga Ben♀️❗ (@Helgabenben) September 1, 2021
Harmar hegðunina sem hann kannast ekki við að hafa orðið uppvís að ? Það er eitthvað skakkt við þetta. Ef Kolbeinn er að vinna í sínum málum, þá gengur það ekki mjög vel.
— Valur Guð (@arnarson_valur) September 1, 2021
Athugasemdir