Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 01. september 2021 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Samtökin Öfgar ósátt með yfirlýsingu Kolbeins
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann harmaði hegðun sína en samtökin Öfgar gefa þó ekki mikið fyrir þessi orð hans.

Yfirlýsing Kolbeins kom í kjölfarið af umfjöllun um hann síðustu daga þar sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram á föstudag og sagði frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmann á skemmtistaðnum B5 árið 2017.

Umræddur landsliðsmaður er Kolbeinn. Þórhildur steig fram eftir að KSÍ neitaði því að ábendingar eða tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi hefði borist á borð sambandsins.

Kolbeinn sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem hefur vakið mikil viðbrögð en samtökin Öfgar gefa ekki mikið fyrir hana. Þar kemur fram að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt Þórhildi og vinkonu hennar og neitaði sök en sagði samt hegðun sína ekki til fyrirmyndar.

Margir furða sig á þessari yfirlýsingu á Twitter.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Kolbeini: Ég harma mína hegðun og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi









Athugasemdir
banner