Franski sóknarmaðurinn Mathys Tel er yngsti markaskorarinn í sögu Bayern München eftir að hann kom sér á blað í 5-0 sigri liðsins á Viktoria Köln í þýska bikarnum í gær.
Ryan Gravenberch kom Bayern yfir á 35. mínútu áður en hann lagði upp annað marki fyrir Tel.
Tel, sem er 17 ára gamall, kom til Bayern frá Rennes í sumar fyrir tæpar 30 milljónir evra.
Hann var 17 ára og 126 daga gamall í gær er hann gerði fyrsta mark sitt fyrir félagið og er hann sá yngsti sem hefur skorað í keppnisleik fyrir Bayern.
Efnilegur leikmaður þar á ferð. Sadio Mané, Jamal Musiala og Leon Goretzka skoruðu einnig í leiknum og tryggðu Bayern örugglega áfram í næstu umferð bikarsins.
Athugasemdir