Nottingham Forest er að ganga frá kaupum á Josh Bowler frá Blackpool. Bowler er kantmaður sem Forest greiðir um sex milljónir punda fyrir.
Bowler er 20. nýi leikmaðurinn sem Forest fær í sínar raðir í sumar.
Bowler er 20. nýi leikmaðurinn sem Forest fær í sínar raðir í sumar.
Fyrr í dag gekk Willy Boly í raðir félagsins og var hann leikmaður númer nítján. Serge Aurier hefur einnig verið orðaður við félagið svo nýju leikmennirnir gætu orðið fleiri en tuttugu.
Bowler er 23 ára og kom til Blackpool frá Everton í fyrra. Hann er uppalin hjá Fulham, Aldershot og QPR en var á árunum 2017-21 á mála hjá Everton.
Athugasemdir