Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 10:17
Elvar Geir Magnússon
Telur að Arthur geti reynst Liverpool afskaplega vel - Er í flugi frá Tórínó
Mynd: EPA
Gianluca Di Marzio, sérfræðingur um ítalska boltann, telur að miðjumaðurinn Arthur Melo gæti reynst Liverpool afskaplega vel. Það virðist stefna í að Arthur verði lánaður frá Liverpool til Juventus.

„Félögin komust að samkomulagi um lán í nótt, þetta var löng nótt. Leikmaðurinn er núna í flugi frá Tórínó til Liverpool," segir Di Marzio.

„Það er engin klásúla um kaup en ég held að Arthur Melo geti sannfært Jurgen Klopp og Liverpool að hann geti spilað þarna. Hann hefur verið í smá brasi hjá Juventus, líklega vegna þess að hann passar ekki almennilega í leikstíl liðsins."

„En ég held að hann geti gert mjög góða hluti fyrir Liverpool. Hann er í flugvél og félögin eru búin að gera samkomulag."

Arthur er 26 ára Brasilíumaður sem hefur spilað 22 landsleiki fyrir Brasilíu og var hjá Barcelona 2018-2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner