Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fim 01. september 2022 12:07
Elvar Geir Magnússon
Willy Boly sá nítjándi sem Forest fær í sumar (Staðfest)
Nottingham Forest hefur fengið varnarmanninn Willy Boly frá Wolverhampton Wanderers og er hann nítjándi leikmaðurinn sem gengur í raðir Forest í sumar.

Fílabeinsstrendingurinn er 31 árs og hefur gert tveggja ára samning við nýliða ensku úrvalsdeildarinnar.

Boly var í fimm ár hjá Úlfunum og var valinn í lið ársins í Championship-deildinni 2017-18 þegar hann hjálpaði liðinu að komast upp í deild þeirra bestu.

Alls lék hann 147 leiki fyrir Wolves en hann á þrettán landsleiki fyrir Fílabeinsströndina.


Athugasemdir