
Margir sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu að landsleikur Frakklands og Túnis á HM hefði endað með 1-1 jafntefli. Rétthafinn TF1 skipti yfir í auglýsingahlé eftir að Antoine Griezmann hafði komið boltanum yfir línuna.
Sjónvarpsstöðin taldi að leiknum væri lokið og milljónir áhorfenda slökktu á sjónvarpinu í kjölfarið.
En þá fór af stað VAR skoðun dómarans Matthew Conger sem dæmdi markið af. Túnis vann því leikinn 1-0.
Úrslitin breyttu reyndar litlu því Frakkar unnu D-riðilinn. TF1 baðst afsökunar á mistökunum á samfélagsmiðlum.
Sjónvarpsstöðin taldi að leiknum væri lokið og milljónir áhorfenda slökktu á sjónvarpinu í kjölfarið.
En þá fór af stað VAR skoðun dómarans Matthew Conger sem dæmdi markið af. Túnis vann því leikinn 1-0.
Úrslitin breyttu reyndar litlu því Frakkar unnu D-riðilinn. TF1 baðst afsökunar á mistökunum á samfélagsmiðlum.
Þess má geta að franska fótboltasambandið hefur sent inn kvörtun til FIFA yfir því að markið var dæmt ógilt. Það telur að ný-sjálenski Matthew Conger hafi gert mistök.
Í fyrsta lagi telur sambandið að Griezmann hafi ekki átt að vera dæmdur rangstæður og að auki má dómarinn samkvæmt reglum ekki fara í VAR skoðun eftir að leikur hefur verið flautaður af, ekki nema spurning sé um rautt spjald.
Heimsmeistarar Frakklands munu mæta Póllandi í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir