
Það er útlit fyrir það að Neymar muni missa af leik Brasilíu í 16-liða úrslitunum á HM í Katar.
Neymar fór meiddur af velli þegar Brasilía vann 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik sínum á HM.
Neymar var með tárin í augunum út af meiðslunum en það snerist illa upp á ökkla hans.
Í fyrstu var sagt að það væri ólíklegt að hann myndi spila meira í riðlakeppninni og núna er það alveg staðfest. Samkvæmt fréttum frá Suður-Ameríku þá verður hann líka fjarri góðu gamni í 16-liða úrslitunum.
Það er óttast að meiðslin séu mun verri en í fyrstu var talið og er það núna spurning hvort Neymar muni missa af öllu mótinu.
Það yrði mikið áfall fyrir Brasilíu ef það er raunin.
Athugasemdir