Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   fös 01. desember 2023 15:19
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Ég treysti honum fullkomlega
Caoimhmin Kelleher.
Caoimhmin Kelleher.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írski markvörðurinn Caoimhmin Kelleher mun halda áfram að standa í marki Liverpool í fjarveru Alisson Becker sem er á meiðslalistanum.

Jurgin Klopp, stjóri Liverpool, segist treysta Kelleher algjörlega til að standa sig.

„Við sjáum hann á æfingu daglega og hann er með mikla hæfileika. John Achterberg markvarðaþjálfari sagði við mig frá fyrsta degi að þetta væri uppalinn leikmaður sem myndi gera góða hluti,“ segir Klopp.

Rætt var um það í sumar að lána hinn 25 ára Kelleher en Klopp segir það ekki hafa verið hægt meðan annar markvörður væri til staðar.

„Hann er uppalinn hjá félaginu og hann er ákveðinn í að gera vel fyrir Liverpool. Nú mun hann fá nokkra leiki og ég treysti honum fullkomlega."

Kelleher verður í marki Liverpool næstu leiki en liðið tekur á móti Fulham á sunnudaginn.
Enski boltinn - Vonin veik hjá Rauðu djöflunum
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 6 2 64 25 +39 63
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 27 17 4 6 59 37 +22 55
5 Tottenham 26 15 5 6 55 39 +16 50
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 West Ham 27 12 6 9 43 47 -4 42
8 Newcastle 27 12 4 11 57 45 +12 40
9 Brighton 27 10 9 8 49 44 +5 39
10 Wolves 27 11 5 11 40 43 -3 38
11 Chelsea 26 10 6 10 44 43 +1 36
12 Fulham 27 10 5 12 39 42 -3 35
13 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
14 Crystal Palace 27 7 7 13 32 47 -15 28
15 Brentford 27 7 5 15 39 50 -11 26
16 Everton 27 8 7 12 29 37 -8 25
17 Nott. Forest 27 6 6 15 34 49 -15 24
18 Luton 26 5 5 16 37 54 -17 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner