Franski blaðamaðurinn Julien Laurens segist vonsvikinn með Ruben Amorim, stjóra Manchester United, en hann skilur lítið í liðsvali hans gegn Crystal Palace í dag.
Amorim valdi það að byrja þeim Joshua Zirkzee og Rasmus Höjlund á bekknum gegn Palace.
Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, mun spila sem fölsk 'nía' og þá verða þeir Alejandro Garnacho og Amad Diallo honum til aðstoðar á vængjunum á meðan Kobbie Mainoo verður í holunni.
Laurens, sem er sérfræðingur BBC, segist ekki botna neitt í liðsvalinu.
„Ég skil ekki liðsval Manchester United. Ég er svolítið vonsvikinn því ég hélt að United væri farið að spila betri fótbolta eftir allan þennan tíma. United vann slakt lið Steaua Bucharest, en síðan æfir liðið ekki á föstudegi og ekki í gær og samt ætlar Amorim að spila nýrri 'níu' og það með einhvern sem hefur ekki fengið neinn tíma til að venjast stöðunni,“ sagði Laurens.
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, sagði í útvarpinu á BBC að það væri mjög stór ákvörðun að hafa þá Höjlund og Zirkzee á bekknum.
„Kobbie Mainoo átti góðan leik gegn liði sem þú myndir alltaf búast við að United gerði vel á móti, en það hefur ekki verið allt of auðvelt fyrir liðið þegar það mætir aftur í leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það er mjög stór ákvörðun að velja ekki Höjlund og Zirkzee,“ sagði Osman.
Athugasemdir