Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. apríl 2020 14:42
Elvar Geir Magnússon
Potter tekur á sig launalækkun - Lineker gefur laun í góðgerðarmál
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
Graham Potter, stjóri Brighton, hefur tekið á sig launalækkun. Hann bauð félaginu að fyrra bragði að lækka í launum næstu þrjá mánuði.

Hann fetar í fótspor Eddie Howe hjá Bournemouth sem var fyrsti stóri ensku úrvalsdeildarinnar til að taka á sig launaskerðingu.

Sparkspekingurinn og þáttastjórnandinn Gary Lineker telur að margir fleiri muni fylgja í kjölfarið.

Sjálfur hefur Lineker gefið breska Rauða krossinum andvirði tveggja mánaða launa hjá sér til að aðstoða fólk sem berst við kórónaveiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner